Sýningar í Fákaseli

See the show_optimized

Night at the Farm – Legends of Icelandic Culture

Alla daga klukkan 19:00

Í sýningunni okkar Night at the Firm, sem spannar 45 mínútur, er ofið saman sögunni, norrænni goðafræði og sýningu til að sýna hversu fallegur og einstakur íslenski hesturinn er. Sýningin er töfrandi upplifun sem leggur áherslu á sérstaka eiginleika íslenska hestsins og heiðrar sögulegt samband mannsins við hestinn í gegnum íslenska sögu. Til þess að auka ennfrekar við upplifun gestanna þá hefur mikið verið lagt í hljóð og sjónræna tilburði. 40 metra langur skjár er í raun bakgrunnur sýningarinnar og Barði Jóhannsson tónlistarmaður sá um tónlistina. Fjöldinn allur af leikurum og hestum koma við sögu til þess að skapa eftirminnilega stund. Í lok sýningar gefst gestum tækifæri á því að stíga inn á sviðið og hitta leikarana og hestana í sýningunni og í framhaldi af því er gengið undir leiðsögn um hestagarðinn í Fákaseli. Fyrir þá sem ekki hafa bíl til umráða bjóðum við upp á hótelskutlu sem sækir gesti sýningarinnar á helstu hótel höfuðborgarsvæðisins og keyrir þá svo aftur tilabaka að sýningu lokinni.

Untitled-2-2

Horse of Ice & Fire – Our Humble Companion

Í boði alla daga fyrir 10 manns eða fleiri – senda þarf beiðni með minnst 2 daga fyrirvara

Stutt og hnitmiðuð sýning sem fléttar saman atriði úr lífi landans á faglegan og ljúfan hátt. Við gægjumst inn í gamla tímann þar sem smalar ferðast um á hestum og njóta skjóls af þeim fyrir veðri og vindum. Við sjáum samspil hesta og manna þar sem traust og vinátta er í fyrirrúmi og einnig fáum við sýnishorn af ganghæfileikum íslenska hestsins, þar sem gæðingar geysast um á tölti og skeiði.

I-am-Aurora

I am Aurora – norðurljósasýning

Sýningar í boði alla daga eftir beiðnum

Mögnuð upplifun sem býður þér inn í ævintýrilegan heim norðurljósanna. Einstök sýning þar sem norðurljósamyndefni fangar athygli áhorfandans á 200 fermetra skjá. Sýningin er í boði allt árið um kring fyrir 10 gesti eða fleiri. Fyrir bókanir og nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við okkur á fakasel@fakasel.is.