Veitingastaður

Food & Drinks

Veitingastaðurinn í Fákaseli, aðeins í 30 mínútna fjarlægð frá Reykjavík

Veitingastaðurinn í Fákaseli býður upp á fjölbreyttan matseðil þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Umhverfi staðarins skapar stemningu sem er engu lík og eru t.a.m. innréttingar allar sérsmíðaðar fyrir staðinn til að ná fram réttum hughrifum í Fákaseli. Við höfum sett saman girnilegan matseðil og markmiðið er að bjóða alltaf upp á sem ferskasta hráefnið.

 

Um helgar bjóðum við upp á einstakan brunch frá klukkan 11:00 – 14:00. Brunch-inn samanstendur af mörgum gómsætum réttum og má þar helst nefna Amerískar pönnukökur, beikon, ommilettu, nýbakað brauð, osta, hráskinku, graflax, ávexti og fleira. Brunch kostar einungis 2.390 kr.
Ásamt hefðbundnum matseðli bjóðum við einnig upp á sérstakan barnamatseðil.

Veitingastaðurinn og kaffihúsið er opið alla daga frá
kl. 10-22, allt árið.

Kaffihúsið
Kaffihúsið í Fákaseli er opið alla daga frá kl. 10-22. Hlýlegt og notalegt kaffihús þar sem nálægðin við verslunina í Fákaseli gefur einstaka upplifun og gestir njóta góðra veitinga. Tilvalið að taka bíltúr úr Reykjavík og njóta andrúmsloftsins í sveitinni.