I am Aurora – norðurljósasýning

 

Mögnuð upplifun sem býður þér inn í ævintýrilegan heim norðurljósanna. Einstök sýning þar sem norðurljósamyndefni fangar athygli áhorfandans á 200 fermetra skjá.

 

I am Aurora er stórkostleg sýning þar sem áhorfandanum er boðið í ferðalag um undraheima norðurljósanna. Í sýningunni er notast við einstakar ljósmyndir  sem teknar voru af fremstu ljósmyndurum Íslands en auk þess voru fengnar ljósmyndir frá NASA úr alþjóðlegu geimstöðinni til þess að myndskreyta sýninguna enn frekar. I am Aurora er í senn bæði mögnuð á að horfa og upplýsandi þar sem saga norðurljósanna er rakin og sagt frá tengingu þeirra við menningarlíf þjóðarinnar og norræna goðafræði.

Lengd sýningar: Um 20 mínútur

 

I am Aurora er í boði allt árið um kring fyrir 10 gesti eða fleiri. Fyrir bókanir og nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við okkur á fakasel@fakasel.is.

 

Verð:

Fullorðnir: Kr. 2.000,-

Unglingar (13-17 ára): Kr. 1.000,-

Börn: 12 ára og yngri fá frítt í fylgd með fullorðnum