Horse of Ice and Fire – Our Humble Companion

 

Stutt og hnitmiðuð sýning sem fléttar saman atriði úr lífi landans á faglegan og ljúfan hátt. Við gægjumst inn í gamla tímann þar sem smalar ferðast um á hestum og njóta skjóls af þeim fyrir veðri og vindum. Við sjáum samspil hesta og manna þar sem traust og vinátta er í fyrirrúmi og einnig fáum við sýnishorn af ganghæfileikum íslenska hestsins, þar sem gæðingar geysast um á tölti og skeiði.

 

Til að auka upplifun gesta er hágæða sýningaskjár (40m x 5m) eftir endilöngum salnum þar sem við fræðumst um hestinn í máli og myndum sem svo sannarlega varpar ævintýraljóma leikhússins úti í sal undir frumsaminni tónlist Barða Jóhannssonar tónskálds. Eftir sýninguna er gestum boðið að stíga inn á völl og eiga gæðastund með hestum og knöpun.

SSýningarnar eru í boði alla daga vikunnar fyrir 10 manns eða fleiri. Vinsamlegast hafið samband við okkur á fakasel@fakasel.is ef þið viljið bóka ykkar hóp.