About_Icelandic-Horse_Park_Fakasel

Hópefli í Fákaseli

Við bjóðum hópum og fyrirtækjum að upplifa sannkallað ævintýri í Fákaseli þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi og fá að njóta alls þess besta sem Fákasel hefur upp á að bjóða.

Fjölmargt í boði

Hestaleikhús

Einstök sýning sem byggir á sambandi íslensku þjóðarinnar, náttúrunnar og íslenska hestsins. Í sýningunni er mikið lagt upp úr upplifun í hljóð og mynd, Frumsamin tónlist af Barða Jóhannssyni tónlistarmanni og risaskjár er bakgrunnur leiksýningarinnar sem gefur sýningunni aukna dýpt. Einstakir hæfileikar og geðslag íslenska hestsins njóta sín til fulls í leikhúsinu og skapa frábæra upplifun fyrir gesti á öllum aldri.

 

Afþreying af ýmsum toga

Í Fákaseli er boðið upp á afþreyingu af ýmsu tagi sem hentar vel fyrir hverskyns hópefli sem og fyrir aðra viðburði. Sem dæmi má nefna leiksýningar, ratleiki, þrautabrautir, hestaferðir, kvöldskemmtanir, uppistand, tónlistaratriði, Pub-Quiz og margt fleira.

 

Fjölskylduþema

Við bjóðum einnig upp á sérstök fjölskylduþemu fyrir jafnt hópa sem og fyrirtæki. Öll aðstaða fyrir fjölskylduna er til fyrirmyndar í Fákaseli og fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar gera okkur kleift að bjóða upp á ævintýrilega viðburði fyrir alla fjölskylduna. Sem dæmi um afþreyingu fyrir börnin má nefna andlitsmálningu, blöðrulistamenn, leiktæki og hoppukastala, fjársjóðsleit, heimsókn í hestabúgarðinn, grill og gleði.

 

Matur, drykkur og skemmtun

Í Fákaseli bjóðum við upp á fjöldan allan af spennandi réttum og matseðlum sem henta vel fyrir jafnt stóra sem smáa hópa og fyrirtæki. Hvort sem það er sitjandi borðhald eða kokteilboð þá koma kokkarnir og þjónustufólk okkar til móts við ólíkar þarfir og sjá til þess að allir fari saddir og sáttir heim.

Settu saman þinn eigin viðburð

Hafðu samband við okkur ef þinn hópur eða fyrirtæki hefur áhuga á því að gera sér glaðan dag í Fákaseli. Til þess að gera okkur betur kleift að setja saman tilboð, sem er sérsniðið að þínum þörfum, biðjum við þig að fylla út formið hér að neðan og við höfum samband að vörmu spori.

Fákasel_Hópefli
Sending