Night at the Farm – Legends of Icelandic Culture

 

Í Hestagarðinum í Fákaseli kynnist þú einstakri sögu íslenska hestsins og mikilvægu hlutverki hans í íslenskri sögu og menningu. Í sýningunni, Legends of Sleipnir, sem er 45 mínútna sýning er ofið saman sögunni, norrænni goðafræði og sýningu til að sýna hversu fallegur og einstakur íslenski hesturinn er. Sýningin er töfrandi upplifun sem leggur áherslu á sérstaka eiginleika íslenska hestsins og heiðrar sögulegt samband mannsins við hestinn í gegnum íslenska sögu.

 

Til að auka upplifun gestanna þá hefur mikið verið lagt í hljóð og sjónræna tilburði. 40 metra langur skjár er í raun bakgrunnur sýningarinnar og Barði Jóhannsson tónlistarmaður sá um tónlistina. Nafn sýningarinnar vísar í Norræna goðafræði, sem vísar í að íslenski hesturinn komi undan einum mesta hesti sögunnar, Sleipni, hesti Óðins sem hafði átta fætur. Sviðið er það stærsta á Íslandi og hefur fullkominn ljósabúnað. Sýningin er því skemmtileg og fræðandi upplifun sem sýnir einstaka eiginleika íslenska hestsins.

Stjörnur sýningarinnar – hestarnir og fólkið á bakvið þá

Það sem gerir sýninguna auðvitað er hópur af ótrúlega hæfileikaríku fólki og auðvitað hestarnir. Hestaleikhúsið í Fákaseli er merkilegt m.a. að því leyti að við uppsetningu á leikhúsi var myndaður hæfileikaríkur hópur af fólki úr ýmsum áttum undir forystu Guðmars Péturssonar. Þannig kemur að hestaleikhúsinu reynslumikið fólk úr íslensku leikhúslífi, ljósameistari, búningahönnuður, förðunarfólk og fleira hæfi-leikaríkt fólk. Einnig var leitað til tónskálds til að frumsemja tónlist, kvikmyndagerðar-manns með myndvinnslu og tæknibúnaður er í höndum aðila sem m.a. hefur annast uppsetningu á þjóðhátíð og öðrum stórum útisamkomum.

 

Nefna má eftirfarandi listafólk sem burðarása í hestaleikhúsinu í Fákaseli:
Þórður Orri Pétursson, ljósameistari Borgarleikhúsinu.
Barði Jóhannsson, tónskáld.
Helga Stefánsdóttir, búningahönnuður.
Jón Þór Víglundsson, kvikmyndagerðarmaður.
Einar Björnsson, tæknimaður.

 

Benedikt Erlingsson, leikstjóri, hefur svo verið okkur innan handar við ýmislegt og eru ráð hans og gamansemi ómetanleg. Ónefndur er þá hópur hestafólks sem kemur að sýningunni, en þar er á ferðinni magnaður hópur öflugra hestamanna með leiklistar-hæfileika.

 

Sýningarnar eru alla daga vikunnar kl. 19.