Heimsókn á hestabúgarð – heimsækið stjörnur sýningarinnar

 

Í Fákaseli gefst gestum kostur á að kynnast íslenska hestinum í návígi undir leiðsögn starfsfólks staðarins. Boðið er upp á heimsókn í hestagarð þar sem allt iðar af lífi. Farið er yfir ýmislegt sem snýr að umhirðu og þjálfun íslenska hestsins og gestum er gefinn kostur á að hitta reiðmenn úr sýningunni Legends of Sleipnir. Að lokum er kynningarmynd um íslenska hestinn á risaskjá í reiðhöllinni þar sem farið er yfir einstaka hæfileika íslenska hestsins.

 

Heimsóknir í hesthúsið eru í boði alla daga, á hálftímafresti frá kl. 10-17.